21. desember 2022
Ný rannsóknarritgerð um niðurstöður könnunar á verðbreytingum
Seðlabanki Íslands hefur gefið út rannsóknarritgerðina „What a difference a decade makes: survey evidence from Icelandic firms“ sem Aðalheiður Ó. Guðlaugsdóttir, Karen Á. Vignisdóttir sem starfa á sviði hagfræði og peningastefnu í Seðlabankanum skrifuðu ásamt Lilju S. Kro. Ritgerðin fjallar um niðurstöður könnunar sem gerð var á meðal íslenskra fyrirtækja árið 2019. Þá hafði ríkt verðstöðugleiki hér á landi í nokkur ár og því áhugavert að bera saman niðurstöður könnunarinnar við sambærilega könnun frá árinu 2008 en á þeim tíma gætti mikillar óvissu og óstöðugleika. Niðurstöður könnunarinnar sýna að fyrirtæki bæði huga sjaldnar að verðbreytingum og breyta verði sjaldnar samkvæmt könnuninni árið 2019 samanborið við árið 2008. Enn fremur gefa þær vísbendingar um að áhrif gengisbreytinga á verðákvarðanir fyrirtækja séu samhverfari en áður.Sjá ritið hér: What a difference a decade makes: survey evidence from Icelandic firms