logo-for-printing

04. janúar 2023

The Banker velur Ásgeir Jónsson seðlabankamann ársins 2023

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri

Fjármálatímaritið The Banker hefur valið Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra, seðlabankamann ársins 2023. Verðlaunin eru viðurkenning til embættismanns sem að mati blaðsins hefur tekist best að örva hagvöxt og stuðla að jafnvægi í hagkerfi sínu.

Í grein The Banker, þar sem valið er rökstutt, er bent á að Ásgeir, sem formaður peningastefnunefndar, hafi haft forystu um að Seðlabanki Íslands var fyrstur seðlabanka á Vesturlöndum til að hækka vexti í maí 2021 í kjölfar Covid farsóttarinnar til að stemma stigu við verðbólgunni. Þar er einnig greint frá hvernig bankinn hefur beitt þjóðhagsvarúðartækjum til að auka viðnámsþrótt í litlu opnu hagkerfi eins og Íslandi.

Haft er eftir Ásgeiri í lok greinarinnar að þessi útnefning sé afar jákvæð og mikilvæg viðurkenning á því starfi sem unnið hafi verið innan bankans í kjölfar farsóttarinnar.

Sjá nánar: Central Banker of the Year 2023.

 

 


Til baka