26. maí 2023
Samkomulag um að ljúka máli með sátt vegna brots Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins gegn ákvæðum laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur haft til meðferðar mál Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins um hvort lífeyrissjóðurinn hafi brotið gegn 1. mgr. 58. gr. laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi með því að tilkynna ekki fyrir fram um áform sín um að eignast beinan virkan eignarhlut í Vátryggingafélagi Íslands hf. og óbeinan virkan eignarhlut í Líftryggingafélagi Íslands hf. Í mars síðastliðnum gerðu fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með sér samkomulag um að ljúka málinu með sátt.Sjá nánar: Samkomulag um að ljúka máli með sátt