logo-for-printing

01. júní 2023

Halli á viðskiptajöfnuði 10,1 ma.kr. á fyrsta fjórðungi 2023. Hrein staða við útlönd jákvæð um 26,3% af VLF

Bygging Seðlabanka Íslands

Á fyrsta ársfjórðungi 2023 var 10,1 ma.kr. halli á viðskiptajöfnuði við útlönd. Það er 12,9 ma.kr. betri niðurstaða en ársfjórðunginn á undan og 21,7 ma.kr. betri en á sama fjórðungi árið 2022.

Í lok ársfjórðungsins var hrein staða við útlönd jákvæð um 1.022 ma.kr. eða 26,3% af vergri landsframleiðslu (VLF) og batnaði um 50 ma.kr. eða 1,3% af VLF á fjórðungnum.

Þetta kemur fram í nýbirtum upplýsingum á vef Seðlabanka Íslands sem sýna bráðabirgðayfirlit yfir greiðslujöfnuð við útlönd á fyrsta ársfjórðungi 2023 og erlenda stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins.

Sjá fréttina í heild hér:

Greiðslujöfnuður við útlönd á fyrsta ársfjórðungi 2023 og erlend staða þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins.pdf

Frétt nr. 11/2023

1. júní 2023


Til baka