logo-for-printing

29. júní 2023

Skýrsla peningastefnunefndar til Alþingis

Peningastefnunefnd
Peningastefnunefnd
Skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis um störf nefndarinnar á fyrri hluta ársins 2023 er nú aðgengileg hér á vef bankans. Viðamikið ítarefni fylgir skýrslunni.

Lög um Seðlabanka Íslands kveða á um að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skuli gefa Alþingi skýrslu um störf sín tvisvar á ári og að ræða skuli efni skýrslunnar í þeirri þingnefnd sem þingforseti ákveður. Skýrslan hefur verið til umræðu í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Í þessari skýrslu er greint frá þremur reglulegum fundum á þessu ári, þ.e. 8. febrúar, 22. mars og 24. maí. Enn fremur eru birt í skýrslunni erindi seðlabankastjóra, varaseðlabankastjóra og grein eftir ytri nefndarmann.

Skýrsluna má nálgast hér: Skýrsla peningastefnunefndar til Alþingis fyrir fyrri hluta ársins 2023

Fyrri skýrslur um störf peningastefnunefndar má finna hér: Skýrslur peningastefnunefndar til Alþingis

Til baka