Hagvísar gefnir út á gagnvirku formi á bæði íslensku og ensku í fyrsta sinn
Hagvísar Seðlabanka Íslands eru gefnir út í dag í fyrsta sinn á gagnvirku formi á bæði íslensku og ensku. Á sama tíma hættir ritið að koma út á PDF-formi.
Í Hagvísum er yfirlit yfir þróun efnahagsmála, safn hagvísa og stöðu fjármálakerfisins.
Gagnvirkir Hagvísar voru fyrst birtir á vef bankans fyrir sléttu ári á íslensku. Með þessu var stigið tímamótaskref í stafrænni vegferð bankans í átt að bættri miðlun upplýsinga. Í dag er tekið annað skref í þessari vegferð með birtingu ensku útgáfunnar.
Gögn að baki myndum verða áfram aðgengileg með sama hætti og áður í Excel.
Ritið má nálgast hér: Hagvísar Seðlabanka Íslands
Enska útgáfuna má nálgast hér: Economic indicators
Sjá upplýsingar um gögn hér: Gögn með Hagvísum
Fyrri rit eru aðgengileg hér: Útgefin rit Seðlabanka Íslands
Sjá grein um útgáfu gagnvirkra Hagvísa sem birtir voru fyrst hinn 30. júní 2022 í Kalkofninum: Gagnvirkir Hagvísar og stafræn vegferð Seðlabankans