logo-for-printing

05. júlí 2023

Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar frá júní 2023

Fjármálastöðugleikanefnd ásamt ritara. Í neðri röð eru talin frá vinstri: Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, formaður, Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits. Í efri röð eru talin frá vinstri: Rósa Björk Sveinsdóttir, ritari nefndarinnar, Axel Hall, lektor í Háskólanum í Reykjavík, Bryndís Ásbjarnardóttir, forstöðumaður  BSc-náms við Háskólann í Reykjavík og Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu (með málfrelsi og tillögurétt í nefndinni en án atkvæðisréttar). Á myndina vantar Guðmund Kr. Tómasson.
Fjármálastöðugleikanefnd ásamt ritara. Í neðri röð eru talin frá vinstri: Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, formaður, Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika og Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits. Í efri röð eru talin frá vinstri: Rósa Björk Sveinsdóttir, ritari nefndarinnar, Axel Hall, lektor í Háskólanum í Reykjavík, Bryndís Ásbjarnardóttir, forstöðumaður BSc-náms við Háskólann í Reykjavík og Guðrún Þorleifsdóttir, skrifstofustjóri í fjármála- og efnahagsráðuneytinu (með málfrelsi og tillögurétt í nefndinni en án atkvæðisréttar). Á myndina vantar Guðmund Kr. Tómasson.
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands tekur ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans varðandi fjármálastöðugleika. Á fundi nefndarinnar 2., 5. og 6. júní sl. ræddi nefndin stöðu og horfur fyrir fjármálastöðugleika og helstu áhættuþætti, svo sem þróun efnahagsmála, áhættu í rekstri fjármálafyrirtækja og fjármálakerfisins, þróun á innlendum fjármálamörkuðum, skuldsetningu heimila og fyrirtækja, stöðu á fasteignamarkaði, virkni lánþegaskilyrða, eiginfjár- og lausafjárstöðu fjármálafyrirtækja og fjármálasveifluna.

Fjármálastöðugleikanefnd ákvað að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu en samkvæmt ákvörðun nefndarinnar í mars sl. mun hann hækka úr 2% í 2,5% þann 15. mars 2024.

Sjá fundargerðina í heild hér: Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands (17. fundur). Birt 5. júlí 2023.

Sjá hér nánari upplýsingar um nefndina og störf hennar: Fjármálastöðugleikanefnd
Til baka