31. júlí 2023
Birting skýrslna AGS vegna FSAP úttektar
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur birt skýrslur vegna nýafstaðinnar úttektar sjóðsins á íslenska fjármálakerfinu (e. Financial Sector Assessment Program (FSAP)). Áður hafa verið gefnar út heildarniðurstöður úttektarinnar en þær skýrslur sem nú hafa verið birtar varða tiltekna þætti fjármálakerfisins sem voru sérstaklega til athugunar.
Skýrslurnar eru eftirfarandi og má nálgast þær á vefsíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins: Svæði Íslands á vef AGS
- Matsskýrsla á fylgni við Basel-kjarnareglur um skilvirkt bankaeftirlit (e. Detailed assessment report (Basel Core Principles))
- Öryggisnet fjármálakerfisins og áfallastjórnun (e. Financial safety net and Crisis management)
- Net- og rekstraröryggi, eftirlitsumgjörð og yfirsýn (e. Cyber and operational resilience, Supervision and Oversight)
- Yfirsýn og eftirlitsumgjörð lífeyrissjóða (e. Pension fund oversight)
- Álagspróf og greining á kerfisáhættu (e. Stress testing and Systemic risk analysis)
- Þjóðhagsvarúð (e. Macroprudential policies)
- Loftlagstengd fjárhagsáhætta í bankakerfinu (e. Climate-related financial risks in the banking sector)
- Peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka (e. Anti-Money Laundering/Combating the financing of terrorism)
Jafnframt má lesa um FSAP úttektina á íslensku fjármálakerfi í Kalkofninum: Mat á styrk og heilbrigði fjármálakerfisins