logo-for-printing

14. ágúst 2023

Samkomulag um að ljúka máli með sátt vegna brota Íslenskra verðbréfa hf.

Bygging Seðlabanka Íslands
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur haft til meðferðar mál Íslenskra verðbréfa hf. um hvort félagið hafi brotið gegn 26. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 600/2014 um markaði fyrir fjármálagerninga og um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012 (MiFIR), sbr. 1. tl. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga með því að tilkynna fjármálaeftirlitinu ekki um 6.126 viðskipti sem félagið framkvæmdi með fjármálagerninga á tímabilinu 1. september 2021 til 21. desember 2022.

Sjá: Samkomulag um að ljúka máli með sátt
Til baka