12. september 2023
Niðurstaða athugunar á því hvernig aldursdeild Lífeyrissjóðs bankamanna tryggir lágmarkstryggingavernd
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hóf athugun hjá Lífeyrissjóði bankamanna í febrúar 2023.
Markmið athugunarinnar var að fara yfir hvernig aldursdeild lífeyrissjóðsins veitir sjóðfélögum, sem greiða lágmarksiðgjald til öflunar lífeyrisréttinda samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða (slsl.), áskilda lágmarkstryggingavernd, samanber 1. mgr. 4. gr. laganna, og hvort tilgreint iðgjald samkvæmt samþykktum lífeyrissjóðsins, sbr. 2. mgr. 4. gr. sömu laga, sé nægjanlegt til þess að standa undir þeirri lágmarkstryggingavernd sem hann skal veita.
Sjá hér niðurstöðuna í heild: