logo-for-printing

20. október 2023

Erindi varaseðlabankastjóra um seðlabankarafeyri

Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri

Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, flutti í vikunni erindi um seðlabankarafeyri á opnum umræðufundi í Iðnó sem Fjártækniklasinn og Seðlabankinn stóðu sameiginlega að. Erindi sitt byggði Rannveig m.a. á riti sem Seðlabankinn gaf út fyrr á árinu um seðlabankarafeyri, auk þess sem hún greindi frá alþjóðlegri þróun á þessu sviði og gerði grein fyrir afstöðu Seðlabanka Íslands.

Glærur sem sýndar voru með erindinu má nálgast hér: Seðlabankarafeyrir (Central bank digital currency). Erindi Rannveigar Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóra peningastefnu, á opnum umræðufundi með Fjártækniklasanum 18. október 2023.

Sjá hér rit Seðlabanka Íslands um seðlabankarafeyri: Sérrit nr. 17: Seðlabankarafeyrir. Útgefið í mars 2023.

Seðlabankinn tekur við ábendingum og svörum við spurningum sem settar eru fram í umræðukafla í ritinu á póstfangið sedlabanki@sedlabanki.is

 

 

Til baka