logo-for-printing

08. desember 2023

Reglubók um rauntímagreiðslumiðlun birt til umsagnar

Greiðsluveitan ehf., dótturfélag Seðlabanka Íslands, hefur birt á vef sínum reglubók um rauntímagreiðslumiðlun (ICT Inst) sem fyrirhugað er að gefa út hér á landi. Reglubókin hefur einkum áhrif á starfsemi innlánsstofnana og tækniþjónustuveitenda þeirra og byggist á SEPA Instant Credit Transfer Scheme Rulebook (SCT Inst) frá evrópska greiðsluráðinu (e. the European Payments Council, EPC). Frestur til að senda inn umsögn um reglubókina er til og með 15. janúar nk. 

Sjá hér: Reglubók til umsagnar

Greiðsluveitan ehf. mun gefa reglubókina út sem umsjónaraðili reglubókaráðs. Reglubókaráð samanstendur af fulltrúum innlánsstofnana, Reiknistofu bankanna og Seðlabanka Íslands. Stefnt er að því að fyrirmæli reglubókarinnar verði innleidd hér á landi á árinu 2025.


Til baka