19. febrúar 2024
Skýrsla fjármálastöðugleikanefndar fyrir árið 2023 til Alþingis
Skýrsla fjármálastöðugleikanefndar til Alþingis fyrir starfsárið 2023 hefur verið birt á vef Seðlabanka Íslands.
Lög um Seðlabanka Íslands kveða svo á að fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands skuli gefa Alþingi skýrslu um störf sín einu sinni á ári og að ræða skuli efni skýrslunnar í þeirri þingnefnd sem þingforseti ákveður.
Skýrsluna má nálgast hér: Skýrsla fjármálastöðugleikanefndar fyrir starfsárið 2023 til Alþingis.
Sjá hér upplýsingar um fyrri skýrslur og fleira.