logo-for-printing

12. mars 2024

Listi yfir starfsheiti sem teljast til háttsettra opinberra starfa uppfærður

Bygging Seðlabanka Íslands
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur uppfært lista á vef Seðlabankans yfir starfsheiti sem teljast til háttsettra opinberra starfa. Það er gert í samræmi við 10. gr. reglugerðar nr. 1420/2020, en samkvæmt reglugerðinni skal fjármálaeftirlitið halda lista yfir þau starfsheiti hér á landi sem teljast til háttsettra opinberra starfa og birta opinberlega á vefsvæði bankans og uppfæra eigi sjaldnar en árlega.

Á listanum koma fram starfsheiti og nafn stofnunar, samtaka, fyrirtækis eða stjórnmálaflokks, eftir því sem við á. Listinn byggir á ákvæðum reglugerðarinnar og á upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, utanríkisráðuneytinu og stjórnmálaflokkum sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi, sbr. 11. gr. reglugerðarinnar.

Að þessu sinni er um að ræða breytingar á lista yfir fyrirtæki í eigu íslenska ríkisins sbr. 8. gr. reglugerðar nr. 1420/2020.

Sjá nánar: Listi yfir starfsheiti sem teljast til háttsettra opinberra starfa.
Til baka