10. apríl 2024
Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar í mars 2024
Fundargerð frá fundi fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands 11.-12. mars 2024 hefur verið birt. Nefndin ræddi stöðu og horfur varðandi fjármálastöðugleika og helstu áhættuþætti, svo sem þróun efnahagsmála, áhættu í rekstri fjármálafyrirtækja og fjármálakerfisins, þróun á innlendum fjármálamörkuðum, skuldsetningu heimila og fyrirtækja, stöðu á fasteignamarkaði, virkni lánþegaskilyrða, eigin- fjár- og lausafjárstöðu fjármálafyrirtækja og fjármálasveifluna.
Sjá nánar: Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands. Mars 2024 (21. Fundur). Birt. 10. apríl 2024.