logo-for-printing

31. maí 2024

Breyting á félagaformi Sparisjóðs Höfðhverfinga

Hinn 24. maí sl. samþykkti fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands samruna Sparisjóðs Höfðhverfinga ses. við Sparisjóð Höfðhverfinga hf. Með samrunanum var rekstrarformi sparisjóðsins breytt úr sjálfseignarstofnun í hlutafélag samkvæmt 73. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 3. mgr. 72. gr. og 106. gr. sömu laga.

Við breytinguna hélt starfsleyfi sparisjóðsins gildi sínu og Sparisjóður Höfðhverfinga hf. tók við rekstri Sparisjóðs Höfðhverfinga ses., öllum eignum hans og skuldum, réttindum og skuldbindingum og var sjálfseignarstofnuninni slitið. Samruninn mun ekki hafa áhrif á greiðslustað skuldaskjala.


Til baka