04. júní 2024
Halli á viðskiptajöfnuði 40,8 ma.kr. á fyrsta fjórðungi 2024 og hrein staða við útlönd jákvæð um 41,4% af VLF
Á fyrsta ársfjórðungi 2024 var 40,8 ma.kr. halli á viðskiptajöfnuði við útlönd sem er 11,7 ma.kr. lakari niðurstaða en ársfjórðunginn á undan og 26,2 ma.kr. lakari en á sama fjórðungi árið 2023. Í lok ársfjórðungsins var hrein staða við útlönd jákvæð um 1.775 ma.kr. eða 41,4% af vergri landsframleiðslu og batnaði um 201 ma.kr. eða 4,6% af VLF á fjórðungnum.
Þetta kemur fram í nýbirtum upplýsingum á vef Seðlabanka Íslands.
Sjá hér fréttina í heild með frekara talnaefni: Halli á viðskiptajöfnuði 40,8 ma.kr. á fyrsta fjórðungi 2024 - hrein staða við útlönd jákvæð um 41,4% af VLF. Frétt nr. 9/2024.