Skýrslur evrópsku eftirlitsstofnananna um grænþvott hafa verið birtar
Evrópsku eftirlitsstofnanirnar EBA, EIOPA og ESMA birtu í dag lokaskýrslur sínar um grænþvott á fjármálamarkaði.
Eftirlitsstofnanirnar hafa skilgreint grænþvott sem starfshætti þar sem sjálfbærnitengdar fullyrðingar, yfirlýsingar, aðgerðir eða markaðssetning endurspegla ekki með skýrum og sanngjörnum hætti sjálfbærni lögaðilans (e. entity), fjármálaafurðar eða fjármálaþjónustu. Slíkir starfshættir geta verið villandi fyrir neytendur, fjárfesta og aðra.
Í skýrslunum kennir ýmissa grasa. Ýmsum sameiginlegum eftirlitsaðgerðum hefur verið hrundið af stað með það fyrir augum að tryggja skilvirkt og samræmt eftirlit innan EES-svæðisins. Jafnframt er fjallað um hvernig eftirlit með sjálfbærnitengdri upplýsingagjöf muni hugsanlega koma til með að þróast á næstu árum. Regluverkið sem hér um ræðir tók gildi nokkru síðar hér á landi en í öðrum EES-ríkjum.
Fjármálaeftirlitið mun líkt og systurstofnanir á EES-svæðinu fylgjast með áhættu sem stafar af grænþvotti, svo sem með sjálfbærnitengdum fullyrðingum varðandi fjármálaafurðir eða fjármálaþjónustu.
Skýrslurnar eru aðgengilegar hér:
Skýrsla ESMA
Seðlabankinn hvetur eftirlitsskylda aðila og aðra áhugasama aðila að kynna sér efnið sem hér um ræðir.