logo-for-printing

13. júní 2024

Endurskoðuð tilmæli um innihald einfaldra endurbótaáætlana

Bygging Seðlabanka Íslands

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur gefið út leiðbeinandi tilmæli nr. 1/2024 um innihald einfaldra endurbótaáætlana.

Samkvæmt 82. gr. e laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki ákveður fjármálaeftirlitið hvort lánastofnun eða verðbréfafyrirtæki sé heimilt að gera einfalda endurbótaáætlun. Markmið hinna nýju tilmæla er að útfæra nánar skyldur minni fjármálafyrirtækja við gerð einfaldra endurbótaáætlana samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, reglugerð nr. 780/2021 og framseldri reglugerð (ESB) 2016/1075, sem leidd var í íslenskan rétt með reglum nr. 666/2021.

Um er að ræða endurskoðun á eldri leiðbeinandi tilmælum um sama efni, nr. 2/2020, en með endurskoðuninni hafa verið gerðar breytingar m.t.t. reynslu Seðlabankans við yfirferð einfaldra endurbótaáætlana og vegna breytinga sem gerðar hafa verið á regluverki á þessu sviði undanfarin misseri.

Drög að hinum leiðbeinandi tilmælum voru sett í umsagnarferli með umræðuskjali nr. 2/2024 en engar umsagnir bárust.

Á sama tíma og hin nýju tilmæli taka gildi falla eldri tilmælin úr gildi.

Hin endurskoðuðu leiðbeinandi tilmæli er að finna hér: Endurskoðuð tilmæli um innihald einfaldra endurbótaáætlana. 


Til baka