logo-for-printing

14. júní 2024

Leiðréttar tölur um viðskiptajöfnuð á fyrsta ársfjórðungi 2024

Bygging Seðlabanka Íslands

Tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd sem birtar voru 4. júní sl. hafa verið leiðréttar. Leiðréttingin varðar einn af undirliðum viðskiptajafnaðar, það er frumþáttatekjur á fyrsta ársfjórðungi 2024. Leiðréttingin hefur áhrif á halla á viðskiptajöfnuði við útlönd. Samkvæmt nýjum tölum er halli á viðskiptajöfnuði um 4,9 ma.kr. minni en áður var birt. Leiðrétt nemur halli á viðskiptajöfnuði við útlönd því um 35,9 ma.kr. en var áður 40,8 ma.kr.

Sjá nánar uppfærðar tölur hér:

Greiðslujöfnuður við útlönd.

Til baka