logo-for-printing

16. ágúst 2024

Endurskoðun og uppfærð aðferð við birtingu á greiðslumiðlun

Bygging Seðlabanka Íslands

Miklar breytingar hafa orðið á umhverfi greiðslumiðlunar frá þeim tíma er Seðlabankinn hóf að gefa út hagtölur um greiðslumiðlun árið 1997. Nýverið hefur fyrirtækjum í greiðslumiðlun og greiðslulausnum fjölgað og erlendir aðilar hafa í auknum mæli komið inn á þann markað.

Hagtölur greiðslumiðlunar hafa því nú verið endurbirtar aftur til janúar 2023 vegna breytinga á gagnasöfnun. Helsta breytingin á gagnasöfnuninni er að gögnum er nú safnað frá fleiri aðilum en áður. Þessi breyting er fyrsta skref í vinnu Seðlabankans við að útvíkka og endurbæta hagtölur fyrir greiðslumiðlun. Áhrif breytinganna er að velta innlendra greiðslukorta hækkar um 34,3 ma.kr. fyrstu sex mánuði ársins 2024 og velta erlendra greiðslukorta hérlendis hækkar um 15,9 ma.kr. á sama tíma.

Sjá meðfylgjandi hagtölubirtingu fyrir greiðslukortaveltu.

 

 

Til baka