logo-for-printing

30. ágúst 2024

Ný rannsóknarritgerð um mat á því hve ákjósanleg peningastefna í myntbandalagi er

Seðlabanki Íslands hefur gefið út rannsóknarritgerðina „Testing Optimal Monetary Policy in a Currency Union“ eftir Bjarna G. Einarsson, hagfræðing á sviði hagfræði og peningastefnu.

Í ritgerðinni er kynnt aðferð til að meta hvort peningastefnuákvarðanir seðlabanka myntbandalags séu þær ákjósanlegustu. Aðferðin er notuð til að kanna peningastefnuákvarðanir Seðlabanka Evrópu og finnast þónokkur frávik frá ákjósanlegustu ákvörðun þegar kemur að framsýnni leiðsögn og magnbundinni íhlutun. Engin frávik finnast hvað varðar ákvarðanir um stýrivexti. Auk þess finnast vísbendingar um misleitni þegar kemur að ákjósanlegustu ákvörðun fyrir hvert land í myntbandalaginu fyrir sig miðað við ákjósanlegustu ákvörðun fyrir sambandið í heild. Einnig finnast mörg frávik frá ákjósanlegustu ákvörðun fyrir hvert land fyrir sig fyrir öll peningastefnuverkfæri. Ef gert er ráð fyrir að tap fall hvers lands fyrir sig sé sambærilegt við tap fall sambandsins í heild fæst mælikvarði á kostnaðinn við að gefa frá sér sjálfstæði peningastefnu við það að ganga myntbandalag. Niðurstöðurnar benda til þess að kostnaðurinn við að taka upp evruna sé mestur fyrir jaðarhagkerfi myntbandalagsins.

Sjá ritið hér: Testing optimal monetary policy in a currency union
Til baka