logo-for-printing

25. september 2024

Virkur eignarhlutur í TM tryggingum hf., TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf.

Hinn 23. september sl. komst fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að þeirri niðurstöðu að Landsbankinn hf. væri hæfur til að fara með svo stóran beinan, virkan eignarhlut í TM tryggingum hf. að félagið verði talið dótturfélag bankans, sbr. 1. mgr. 58. gr. laga nr. 100/2016, um vátryggingastarfsemi. Sama gilti um óbeinan, virkan eignarhlut í TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf.

Sama dag komst fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Bankasýsla ríkisins, f.h. ríkissjóðs, væri hæf til að fara með óbeinan, virkan eignarhlut í TM tryggingum hf., TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf. sem nemur yfir 50% hlutafjár, sbr. 1. mgr. 58. gr. sömu laga.


Til baka