23. október 2024
Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar í september 2024
Fundargerð frá fundi fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands 19., 23. og 24. september 2024 hefur verið birt.
Nefndin ræddi helstu áhættuþætti fjármálastöðugleika, svo sem þróun efnahagsmála, áhættu í rekstri fjármálafyrirtækja og fjármálakerfisins, þróun á innlendum fjármálamörkuðum, skuldsetningu heimila og fyrirtækja, stöðu á fasteignamarkaði, virkni lánþegaskilyrða og eiginfjár- og lausafjárstöðu fjármálafyrirtækja.
Sjá nánar: Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands 19., 23. og 24. september 2024 (23. fundur) birt 23. október 2024.