logo-for-printing

05. nóvember 2024

Kynningar- og umræðufundur um umsvif lífeyrissjóða og löggjöf um þá

Í morgun hélt Seðlabanki Íslands kynningar- og umræðufund með fulltrúum lífeyrissjóða, vinnumarkaðarins og annarra stjórnvalda í tilefni af útkomu sérrits Seðlabankans um umsvif lífeyrissjóða á fjármálamarkaði og æskilegar umbætur á löggjöf um lífeyrissjóði. Fundurinn var haldinn í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík.

Fundurinn hófst á kynningu sérfræðinga Seðlabanka Íslands á efni sérritsins. Að því búnu hófust pallborðsumræður með þátttöku fundarmanna í sal sem gátu varpað fram spurningum. Í pallborðinu sátu Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, Tómas Brynjólfsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, Rebekka Ólafsdóttir, áhættustjóri Gildis-lífeyrissjóðs og formaður áhættunefndar Landssamtaka Lífeyrissjóða, Ólafur Páll Gunnarsson, framkvæmdastjóri Íslenska lífeyrissjóðsins og stjórnarmaður Landssambands lífeyrissjóða og Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs og formaður nefndar um fjárfestingarumhverfi lífeyrissjóða, sem er ein af fastanefndum landsambandsins.

Fundinum var ætlað að skapa umræður um nauðsynlega stefnumótun til framtíðar fyrir lífeyriskerfið hér á landi út frá sjónarhóli Seðlabankans.

Umræðuskýrslan er aðgengileg hér: Sérrit um umsvif lífeyrissjóða á fjármálamarkaði og æskilegar umbætur á löggjöf um lífeyrissjóði

Sjá hér kynningarskjal sem sérfræðingar Seðlabankans studdust við í framsögu þeirra: Kynningar- og umræðufundur vegna sérrits um umsvif lífeyrissjóða á fjármálamarkaði og æskilegar umbætur álöggjöf um lífeyrissjóði.
Til baka

Myndir með frétt