07. nóvember 2024
Virkur eignarhlutur Vátryggingafélags Íslands hf. í Íslenskum verðbréfum hf. og ÍV sjóðum hf.
Hinn 29. október 2024 komst fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands að þeirri niðurstöðu að Vátryggingafélag Íslands hf. væri hæft til að fara með svo stóran eignarhlut í Íslenskum verðbréfum hf. að félagið verði talið dótturfélag þess samkvæmt lögum nr. 115/2020 um markaði fyrir fjármálagerninga.
Jafnframt komst fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Vátryggingafélag Íslands hf. væri hæft til að fara með jafnstóran óbeinan, virkan eignarhlut í dótturfélagi Íslenskra verðbréfa, ÍV sjóðum hf., samkvæmt A-hluta VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, sbr. 3. mgr. 16. gr. laga nr. 45/2020 um rekstraraðila sérhæfðra sjóða og 3. mgr. 13. gr. laga nr. 116/2021 um verðbréfasjóði.