logo-for-printing

19. desember 2024

EIOPA birtir niðurstöðu álagsprófs á evrópsk vátryggingafélög

Evrópska vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin (EIOPA) hefur birt niðurstöðu úr álagsprófi á evrópskan vátryggingamarkað. Álagsprófið náði til 48 evrópskra vátryggingafélaga með höfuðstöðvar í 20 ríkjum sem samanlagt hafa um 75% markaðshlutdeild á Evrópska efnahagssvæðinu. Á meðal þátttakenda voru þrjú félög frá Íslandi þ.e. Sjóvá-Almennar tryggingar hf., TM tryggingar hf. og Vátryggingafélag Íslands hf. Í álagsprófinu voru metin áföll á gjaldþol og lausafjárstöðu vátryggingafélaga. Niðurstöður álagsprófsins sýna fram á að viðnámsþróttur markaðarins innan EES er mikill.

Fjármálaeftirlit Seðlabanki Íslands mun taka tillit til niðurstöðu álagsprófsins í eftirliti með gjaldþoli og áhættustýringu vátryggingafélaga.

Nánar hér: Fréttatilkynning og kynningarefni EIOPA um álagsprófið


Til baka