19. desember 2024
Umræðuskýrsla um TARGET-þjónustur Evrukerfisins
Seðlabanki Íslands hefur gefið út sérrit um TARGET-þjónustur Evrukerfisins. Það er umræðuskjal þar sem settar eru fram spurningar til hagaðila og annarra sem vilja láta sig málið varða.
Seðlabankinn tekur við ábendingum og svörum á póstfangið sedlabanki@sedlabanki.is, en þau þurfa að berast í síðasta lagi fyrir 1. mars 2025.
Svörin verða nýtt við hagkvæmnismat sem nú fer fram vegna mögulegrar innleiðingar á TARGET-þjónustunum.
Sérritið er aðgengilegt hér: Sérrit nr. 19. Umræðuskýrsla. Target-þjónustur Evrukerfisins.