logo-for-printing

02. janúar 2025

Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar frá 26. nóvember og 2. og 3. desember birt

Fjármálastöðugleikanefnd í desember 2024
Fjármálastöðugleikanefnd í desember 2024

Fundargerð fyrir fund fjármálastöðugleikanefndar frá 26. nóvember, og 2. og 3. desember 2024 hefur verið birt. Á fundinum ræddi nefndin helstu áhættuþætti fjármálastöðugleika, svo sem þróun efnahagsmála, áhættu í rekstri fjármálafyrirtækja og fjármálakerfisins, þróun á innlendum fjármálamörkuðum, skuldsetningu heimila og fyrirtækja, stöðu á fasteignamarkaði, virkni lánþegaskilyrða og eiginfjár- og lausafjárstöðu fjármálafyrirtækja. Þá ræddi nefndin óvissu í alþjóðamálum. Nefndin ræddi einnig um rekstraröryggi í greiðslumiðlun. Þá ræddi nefndin stefnu um sveiflujöfnunaraukann og um hlutlaust gildi hans. 

Fundargerðin er aðgengileg hér: Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands. Desember 2024 (24. fundur). Birt 2. janúar 2025.


Til baka