Karen Áslaug Vignisdóttir sett aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri hagfræði og peningastefnu
Karen Áslaug Vignisdóttir hefur verið sett aðalhagfræðingur og framkvæmdastjóri sviðs hagfræði og peningastefnu hjá Seðlabanka Íslands. Karen hóf störf hjá Seðlabankanum árið 2006 sem hagfræðingur og hefur gegnt stöðu forstöðumanns greiningar og útgáfu á sviði hagfræði og peningastefnu síðan árið 2018. Á þeim tíma hefur hún einnig verið staðgengill aðalhagfræðings bankans og gegnt hlutverki ritara peningastefnunefndar. Karen er með meistarapróf í hagfræði frá háskólanum í Árósum í Danmörku frá árinu 2005 en hún lauk grunnnámi í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2003.