21. janúar 2025
T Plús hf. fær heimild til að sinna vörslu verðbréfasjóða
Hinn 14. janúar sl. veitti fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands T Plús hf. heimild til að sinna vörslu verðbréfasjóða skv. 44. gr. laga nr. 116/2021 um verðbréfasjóði.
T Plús hf. hefur starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki. Um starfsheimildir félagsins vísast að öðru leyti til yfirlits á heimasíðu Seðlabankans.