17.02.2004
Erindi aðalhagfræðings Seðlabankans um vöxt og ójafnvægi í heimsbúskapnum
Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, flutti í dag erindi í Menntaskólanum við Sund á sérstökum þemadögum sem þar eru nú haldnir. Erindið nefndist: Heimsbúskapurinn og þróunarlöndin: Vöxtur og ójafnvægi. Skýringarmyndir sem höfundur notaði við flutning erindisins eru nú aðgengilegar hér á vef Seðlabanka Íslands.
Heimsbúskapurinn og þróunarlöndin: Vöxtur og ójafnvægi (PP-skjal, 290 kb)