03.02.2005
Erindi Jóns Sigurðssonar bankastjóra um gjaldmiðil og gengisþróun
Jón Sigurðsson, bankastjóri Seðlabanka Íslands, flutti í morgun erindi á morgunverðarfundi Íslandsbanka um gjaldmiðil og gengisþróun. Í erindinu fjallaði Jón meðal annars um mælistikur um hagkvæmt gjaldmiðilssvæði, viðskiptakostnað í atvinnurekstri og rannsóknir og tilgátur um kostnað og hagræði við hugsanlega upptöku evrunnar. Þá fjallaði Jón um meginþætti í efnahagsþróuninni um þessar mundir, gengisþróun íslensku krónunnar að undanförnu og samhengi milli gengisþróunar og peningamálastefnu.
Erindi Jóns Sigurðssonar bankastjóra er aðgengilegt hér (pdf-skjal 58kb)