logo-for-printing

26.04.2010

Vorfundur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins dagana 23. til 26. apríl 2010

Fundur fjárhagsnefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var haldinn 24. apríl. Már Guðmundsson seðlabankastjóri er fulltrúi Íslands í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og sótti fundinn. Fulltrúi kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltslanda í fjárhagsnefnd AGS var að þessu sinni seðlabankastjóri í Finnlandi, Erkki Liikanen. Yfirlýsing kjördæmisins í fjárhagsnefnd AGS er birt í heild sinni á vefsíðum Seðlabanka Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og má nálgast hér: 
Yfirlýsing kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltslanda Vor 2010.pdf

Í tengslum við vorfund fjárhagsnefndar AGS var haldin sameiginleg ráðstefna Alþjóðagreiðslubankans og AGS um mótun framtíðarskipan regluverks og eftirlits á fjármálamarkaði og samspil peningastefnu og fjármálastöðugleika. Már Guðmundsson seðlabankastjóri hélt erindi á ráðstefnunni er bar heitið: „The fault-lines in cross-border banking: lessons from the Iceland case“.  Skjal sem notað var til stuðnings í flutningi erindisins má nálgast hér: 
Kynningarefni með erindi seðlabankastjóra.ppt

Seðlabankastjóri átti auk þess fundi, bæði í Washington DC og New York, með fjármálastofnunum, matsfyrirtækjum og stjórnendum og starfsfólki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Einnig átti seðlabankastjóri fund með Joseph Stiglitz, prófessor í hagfræði við Columbia-háskóla.

Annað efni er tengist vorfundi fjárhagsnefndar AGS má nálgast á heimasíðu hans, http://www.imf.org/.


Til baka