08.03.2011
Erindi seðlabankastjóri á ráðstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í dag
Már Guðmundsson seðlabankastjóri var í dag með erindi í umræðum um alþjóðlegt peningakerfi á ráðstefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um efnahags- og hagvaxtarstefnu, en á ensku ber ráðstefnan heitið Macro and Growth Policies: A Post-Crisis Conversation.
Ráðstefnan var send út beint á vef Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Meðal þekktra hagfræðinga sem voru í fyrirsvari á ráðstefnunni voru Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz og Olivier Blanchard yfirmaður rannsókna hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Hægt er að skoða ýmis erindi á ráðstefnunni hér: