logo-for-printing

17.09.2013

Erindi Þorvarðar Tjörva Ólafssonar um fjárhagsstöðu heimila á Íslandi

Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur á hagfræði- og peningastefnusviði Seðlabankans, hélt erindi í Arion banka í morgun þar sem hann kynnti niðurstöður greiningar á nýjum gögnum Hagstofunnar um stöðu íslenskra heimila á árunum 2003-2012. Í erindinu er brugðið upp mynd af því hvernig staða ólíkra hópa heimila þróaðist í aðdraganda hrunsins, af áhrifum fjármálakreppunnar á greiðslu- og skuldabyrði, og loks af því hvernig fjárhagsstaðan hefur batnað undanfarin misseri. Titill erindisins er „Glíman við góðærið, gengisáfallið og greiðsluvandann: Greining á nýjum gögnum Hagstofunnar um stöðu heimila 2003-2012“.

Sjá erindi Þorvarðar hér

Til baka