Erindi frá ráðstefnu til heiðurs Jóhannesi Nordal
Á ráðstefnu sem haldin var til heiðurs Jóhannesi Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóra, í tilefni af níræðisafmæli hans fyrr í þessum mánuði voru flutt ýmis erindi sem nú eru aðgengileg hér á vef Seðlabanka Íslands.Fimm erindi voru flutt á ráðstefnunni:
Már Guðmundsson seðlabankastjóri flutti setningarávarp og nefndi það: Jóhannes Nordal og peningamál á seinni hluta tuttugustu aldar. Sjá erindi Más hér.
Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra, aðalbankastjóri Norræna fjárfestingarbankans og seðlabankastjóri, flutti erindið: Jóhannes Nordal – fjölhæfur forystumaður. Sjá erindi Jóns hér.
Ásgeir Jónsson, lektor við Hagfræðideild Háskóla Íslands, flutti erindið: Aftur til fortíðar? Er stýring peningamagns með bindiskyldu framtíðin? Sjá erindi Ásgeirs hér.
Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, flutti erindið: Hvernig stuðlum við að virku og stöðugu fjármálakerfi á Íslandi? Sjá erindi Unnar hér.
Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, flutti erindið: Sjálfstæð peningastefna og fjármagnshöft. Sjá erindi Friðriks hér.
Ráðstefnustjóri var Sveinn Agnarsson.