logo-for-printing

28.05.2014

Erindi frá ráðstefnu til heiðurs Jóhannesi Nordal

Á ráðstefnu sem haldin var til heiðurs Jóhannesi Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóra, í tilefni af níræðisafmæli hans fyrr í þessum mánuði voru flutt ýmis erindi sem nú eru aðgengileg hér á vef Seðlabanka Íslands.
 
Jóhannes Nordal var seðlabankastjóri frá 1961 til 1993 og formaður bankastjórnar mestan þann tíma eða samfleytt frá 1964 þar til hann lét af embætti árið 1993. 

Ráðstefnan nefndist Í ljósi reynslunnar og var haldin í Hátíðasal Háskóla Íslands 9. þessa mánaðar af Hagfræðideild Háskóla Íslands og Seðlabanka Íslands.
  

Fimm erindi voru flutt á ráðstefnunni:

Már Guðmundsson seðlabankastjóri flutti setningarávarp og nefndi það: Jóhannes Nordal og peningamál á seinni hluta tuttugustu aldar. Sjá erindi Más hér.

Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra, aðalbankastjóri Norræna fjárfestingarbankans og seðlabankastjóri, flutti erindið: Jóhannes Nordal – fjölhæfur forystumaður.  Sjá erindi Jóns hér.

Ásgeir Jónsson, lektor við Hagfræðideild Háskóla Íslands, flutti erindið: Aftur til fortíðar? Er stýring peningamagns með bindiskyldu framtíðin? Sjá erindi Ásgeirs hér.

Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, flutti erindið: Hvernig stuðlum við að virku og stöðugu fjármálakerfi á Íslandi? Sjá erindi Unnar hér.

Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, flutti erindið: Sjálfstæð peningastefna og fjármagnshöft. Sjá erindi Friðriks hér.

Ráðstefnustjóri var Sveinn Agnarsson.

 


 

Til baka