30.01.2015
Þorvarður Tjörvi Ólafsson: Ábyrg og vönduð framkvæmd peningastefnu líklegust til árangurs
Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur í Seðlabanka Íslands, hefur ritað grein er ber heitið „Ábyrg og vönduð framkvæmd peningastefnu líklegust til árangurs“ og birti vefritið Kjarninn greinina fyrr í dag. Í greininni færir Þorvarður Tjörvi m.a. rök fyrir því að vaxtalaus bindiskylda sé óskilvirkt stjórntæki í peningamálum.
Jafnframt minnir Þorvarður Tjörvi á að meginmarkmið peningastefnunnar sé að stuðla að stöðugu verðlagi og að Seðlabankanum sé að lögum veitt fullt sjálfstæði til að ná því markmiði.
Grein Þorvarðar Tjörva Ólafssonar er aðgengileg hér:
Þorvarður Tjörvi Ólafsson: Ábyrg og vönduð framkvæmd peningastefnu líklegust til árangurs.pdf