logo-for-printing

18.02.2015

Ræða seðlabankastjóra í Manila

Dagana 6. og 7. febrúar síðastliðinn sat Már Guðmundsson seðlabankastjóri fundi seðlabankastjóra Asíu og Eyjaálfu sem haldnir voru í Manila á Filippseyjum. Um er að ræða fundi seðlabankastjóra sem haldnir eru árlega meðal þeirra seðlabanka sem aðild eiga að Alþjóðagreiðslubankanum í þessum tveimur álfum. Seðlabankastjóra var að þessu sinni sérstaklega boðið að hálfu formanns hópsins að taka þátt í fundunum. Í framhaldi af fundunum hélt seðlabankastjóri ræðu á fundi háttsettra aðila sem starfa að bankaeftirliti í Asíu og Eyjaálfu. Ræðan fjallaði um bankastarfsemi við landamærin (e. cross-border banking: where do we stand?). Ræðuna má finna hér:

Cross-border banking: where do we stand?

 

Til baka