logo-for-printing

22.04.2015

Kynning Sigríðar Benediktsdóttur á fjármálastöðugleika

Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs í Seðlabanka Íslands, kynnti efni nýrrar skýrslu bankans um Fjármálastöðugleika á fundi með fulltrúum fjölmiðla og fjármálafyrirtækja í morgun. Þar er farið yfir þá þætti sem gætu haft áhrif á stöðugleika fjármálakerfisins hér á landi.

Í þeim efnum var farið yfir efnahagslegar aðstæður og ytri stöðu þjóðarbúsins, rekstrarafkomu fjármálafyrirtækja, eignir innlánsstofnana og stöðu lántakenda, stefnu fjármálastöðugleikaráðs, varúðarreglur eftir fjármagnshöft og helstu áhættuþætti í fjármálakerfinu sem tengjast samspili losunar fjármagnshafta og slita búa föllnu bankanna.

Kynning Sigríðar Benediktsdóttur er aðgengileg hér: Samspil losunar fjármagnshafta og slita búa föllnu bankanna einn helsti áhættuþátturinn 

Til baka