04.12.2015
Losun hafta og leiðin að stöðugleika
Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri flutti í morgun erindi á málþingi Félags löggiltra endurskoðenda um losun fjármagnshafta og leiðina að varanlegum stöðugleika. Í erindinu rakti Arnór m.a. þau atriði sem kölluðu á fjármagnshöftin á sínum tíma og hann fjallaði einnig um ýmsar umbætur sem komið hefur verið á.Erindi Arnórs er aðgengilegt hér: Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri: Losun fjármagnshafta og leiðin að varanlegum stöðugleika.