logo-for-printing

14.09.2016

Seðlabankastjóri tók þátt í 200 ára afmælisráðstefnu Seðlabanka Austurríkis

Dagana 13. og 14. september tók seðlabankastjóri þátt í 200 ára afmælisráðstefnu Seðlabanka Austurríkis sem bar titilinn: Central banking in times of change. Hann tók þátt í pallborðsumræðum í lok ráðstefnunnar, eða Open Policy Forum, sem fjallaði um starfsemi seðlabanka á umbreytingatímum. Ewald Nowotny seðlabankastjóri Austurríkis stýrði umræðunum en aðrir þátttakendur voru Jaime Caruana, aðalframkvæmdastjóri Alþjóðagreiðslubankans, Norman Chan, framkvæmdastjóri fjármálaeftirlits Hong Kong, Klaas Knot, seðlabankastjóri Hollands og Thomas Wieser, formaður efnahags- og fjármálanefndar Evrópusambandsins. Í inngangsorðum sínum fjallaði Már Guðmundsson annars vegar um fjármálalega hnattvæðingu og möguleika lítilla, opinna og fjármálalega samþættra hagkerfa til að reka sjálfstæða peningastefnu og hins vegar um drifkrafta verðbólgu um þessar mundir og útfærslu verðbólgumarkmiðs. Nánari upplýsingar um 200 ára afmæli Austurríkisbanka og ráðstefnuna má finna hér.
Til baka