logo-for-printing

28.03.2017

Erindi aðalhagfræðings um ástand og horfur í efnahagsmálum

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, flutti í gær erindi fyrir þingflokk Vinstri grænna um ástand og horfur í efnahagsmálum. Í erindinu fór Þórarinn yfir þróun efnahagsumsvifa hér á landi og í samanburðarlöndum, um vaxandi spennu í þjóðarbúinu, hækkun á gengi krónunnar,  sem er mikilvægur hluti efnahagsaðlögunar, auk þess sem Þórarinn fjallaði um af hverju vextir eru hærri hér en í öðrum iðnríkjum. 

Við flutning erindisins studdist Þórarinn við gögn í meðfylgjandi kynningarskjali: Ástand og horfur í efnahagsmálum. Erindi Þórarins G. Péturssonar fyrir þingflokk Vinstri grænna 27. mars 2017.

Til baka