21.12.2017
Aðstoðarseðlabankastjóri í pallborðsumræðum um gjaldeyrisinngrip seðlabanka
Seðlabankar Ísrael og Sviss ásamt Center for Economic Policy Research (CEPR) héldu ráðstefnu í Jerúsalem dagana 7. og 8. desember um gjaldeyrisinngrip seðlabanka. Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri tók þátt í pallborðsumræðum á ráðstefnunni. Í inngangsorðum sínum fjallaði Arnór um mismunandi kveikjur að inngripum Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði undanfarin ár.
Við flutning erindisins studdist aðstoðarseðlabankastjóri við efni í meðfylgjandi kynningarskjali.