10.12.2018
Seðlabankastjóri meðal aðalræðumanna á ráðstefnu seðlabankastjóra Suð-Austur Asíu
Már Guðmundsson seðlabankastjóri var aðalræðumaður á einni setu á fimmtugustu og fjórðu ráðstefnu seðlabankastjóra SEACEN (South East Asian Central Banks) sem fram fór 29. nóvember – 2. desember sl. Erindi hans fjallaði um hvernig hægt sé að varðveita peningalegan og fjármálalegan stöðugleika í litlum og opnum þjóðarbúum sem eru fjármálalega samþætt við umheiminn. Glærur sem seðlabankastjóri studdist við er hann flutti ræðu sína er að finna hér.Á meðfylgjandi mynd má sjá seðlabankastjóra, helstu fyrirlesara og formenn sendinefnda á ráðstefnunni. Í fremstu röð eru frá vinstri: Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Veerathai Santiprabhob, seðlabankastjóri Tælands, Indrajit Coomaraswamy, seðlabankastjóri Sri Lanka, Mitsuhiro Furusawa, einn aðstoðarframkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Hans Genberg, framkvæmdastjóri SEACEN og P Nandalal Weerasinghe, fyrsti aðstoðarseðlabankastjóri Sri Lanka.