logo-for-printing

10.12.2018

Seðlabankastjóri meðal aðalræðumanna á ráðstefnu seðlabankastjóra Suð-Austur Asíu

Már Guðmundsson seðlabankastjóri var aðalræðumaður á einni setu á fimmtugustu og fjórðu ráðstefnu seðlabankastjóra SEACEN (South East Asian Central Banks) sem fram fór 29. nóvember – 2. desember sl. Erindi hans fjallaði um hvernig hægt sé að varðveita peningalegan og fjármálalegan stöðugleika í litlum og opnum þjóðarbúum sem eru fjármálalega samþætt við umheiminn. Glærur sem seðlabankastjóri studdist við er hann flutti ræðu sína er að finna hér.

Á meðfylgjandi mynd má sjá seðlabankastjóra, helstu fyrirlesara og formenn sendinefnda á ráðstefnunni. Í fremstu röð eru frá vinstri: Már Guðmundsson seðlabankastjóri, Veerathai Santiprabhob, seðlabankastjóri Tælands, Indrajit Coomaraswamy, seðlabankastjóri Sri Lanka, Mitsuhiro Furusawa, einn aðstoðarframkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Hans Genberg, framkvæmdastjóri SEACEN og P Nandalal Weerasinghe, fyrsti aðstoðarseðlabankastjóri Sri Lanka.
Til baka