29.10.2019
Erindi Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á hádegisfundi Kviku banka
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hélt erindi á hádegisfundi Kviku banka um horfur í efnahagsmálum og svaraði spurningum fundargesta úr sal. Í erindi sínu fór Ásgeir yfir skipulag og hlutverk Seðlabanka Íslands eftir að hann sameinast Fjármálaeftirlitinu um áramótin. Þá fjallaði hann um samkeppnisstöðu Íslands og vaxtaumhverfið á Íslandi í samanburði við alþjóðlega vaxtaumhverfið.
Hér má nálgast glærukynningu sem Ásgeir studdist við í erindi sínu: Markaðshorfur að hausti. Erindi Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra á hádegisfundi Kviku banka, 29. október 2019.