02.12.2019
Erindi seðlabankastjóra á SFF-deginum
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hélt erindi á SFF-deginum sem haldinn var í Hörpu fimmtudaginn 28. nóvember sl. Samtök fjármálafyrirtækja stóðu fyrir deginum sem er árviss viðburður. Á fundinum var starfsumhverfi og samkeppnishæfni fjármálafyrirtækja til umræðu. Erindi Ásgeirs sneri að þróun bankakerfisins og horfum á fjármálamarkaði í dag. Þá fjallaði hann um miðlun peningastefnunnar og samspil hennar og þjóðhagsvarúðartækja. Ásamt Ásgeiri fluttu Benedikt Gíslason, stjórnarformaður SFF, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra erindi.Glærur sem Ásgeir studdist við má finna hér: Erindi Ásgeirs Jónssonar á SFF deginum.