logo-for-printing

12.06.2020

Varaseðlabankastjóri á fundi Samiðnar

Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, sótti miðstjórnarfund Samiðnar – Sambands iðnfélaga fimmtudaginn 4. júní. Á fundinum fór Rannveig yfir efnahagshorfur eins og þær birtust í nýrri verðbólgu- og þjóðhagsspá Seðlabankans í maíhefti Peningamála hinn 20. maí sl. Rannveig fjallaði um hvernig horfur hefðu versnað í kjölfar útbreiðslu COVID-19-farsóttarinnar og óvissunnar fram á við. Hún ræddi einnig aðgerðir bankans síðustu mánuði og áhrif þeirra.

Hér má sjá skjal með kynningu sem Rannveig studdist við á fundinum: Erindi hjá Samiðn


Til baka