16.06.2020
Varaseðlabankastjóri með fyrirlestur á málþingi Fjártækniklasans
Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, var meðal ræðumanna á málþingi Fjártækniklasans sem haldið var í Hörpu hinn 27. maí síðastliðinn undir yfirskriftinni Hvað erum við að gera gegn peningaþvætti? Unnur fjallaði í fyrirlestri sínum um áhættumiðað eftirlit með aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka auk þess að fara yfir mismunandi áhættu sem steðjar að fjártæknifyrirtækjum á þessu sviði og kynna fjártækniþjónustuborð Seðlabankans.Hér má sjá skjal með kynningu sem Unnur studdist við á fundinum: Erindi á málþingi Fjártækniklasans.