Erindi seðlabankastjóra á peningamálafundi Viðskiptaráðs
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri flutti ræðu á peningamálafundi Viðskiptaráðs í morgun, 18. nóvember 2021. Yfirskrift fundarins var: Er vinnumarkaðurinn týndi hlekkurinn?
Í ræðu sinni rakti seðlabankastjóri ýmsa þætti í þróun verðbólgu og vaxta hér á landi og erlendis og fjallaði jafnframt um verðbólguhorfur hér á landi til skamms og langs tíma. Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, tók þátt í pallborðsumræðum um efni fundarins eftir ræðu seðlabankastjóra. Aðrir sem tóku þátt í pallborðsumræðum voru Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Icelandair Hotels og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Konráð S. Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs stýrði umræðunum.
Í ræðu sinni studdist seðlabankastjóri við efni í meðfylgjandi glærum: Peningamálafundur Viðskiptaráðs. Er vinnumarkaðurinn týndi hlekkurinn? Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, 18. nóvember 2021.
Sjá hér tengil í Peningamál 2021/4. Þar er birt verðbólgu- og þjóðhagsspá Seðlabanka Íslands ásamt ýtarlegri umfjöllun um þróun og horfur í efnahags- og peningamálum.